Læknar með gjörólíka sýn á faraldurinn takast á í Pallborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2022 12:09 Ragnar Freyr og Tómas þekkjast vel en eru óhræddir við að segja sína skoðun á málunum. vísir Gamlir vinir og samstarfsmenn á Landspítala mætast í Pallborðinu klukkan 14:30 í beinni hér á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag til að ræða heimsfaraldurinn og leiðir út úr honum. Fylgst er með gangi mála í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Þeir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir hjá Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á spítalanum, hafa undanfarið tjáð sig mikið um faraldurinn og stöðu spítalans. Þeir hafa þó gjörólíka sýn á málin. Ragnar Freyr hefur nýlega komist í fréttir fyrir að koma fram með þá hugmynd að hætta því sýnatökufyrirkomulagi sem nú er viðhaft þegar svo margir greinast smitaðir daglega. Í gær greindust til dæmis næstflestir með Covid-19 frá upphafi faraldursins. Óttar Kolbeinsson Proppé, fréttamaður Stöðvar 2, stýrir umræðunum á eftir, sem hefjast klukkan 14:30. Hægt verður að horfa á þær í beinni hér í spilaranum að neðan. Sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, hafa verið honum ósammála í því og einnig góður vinur og samstarfsmaður Ragnas Freys, Tómas Guðbjartsson. Hann er hinum megin línunnar, vill halda hörðum samkomutakmörkunum á meðan ástandið á spítalanum er eins og það er í dag og komst í fréttir um helgina fyrir að skjóta föstum skotum að utanríkisráðherra fyrir orðræðu hennar í faraldrinum. Það hefur dregið til mikilla tíðinda í faraldrinum síðustu daga; margt bendir til að ómíkron-afbrigðið valdi margfalt vægari veikindum en delta-afbrigðið og þá hefur sóttvarnalæknir rokkað fram og til baka þegar hann ræðir um sóttvarnatakmarkanir. Óbreyttar tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í byrjun síðustu viku en þremur dögum síðar var ákveðið að herða niður í 10 manns og í gær viðraði sóttvarnalæknir svo þær hugmyndir að slaka aftur á takmörkunum. Margir eru búnir að missa þráðinn í umræðunum. Hvert er markmiðið í dag? Og er réttlætanlegt að hafa svo gríðarlega strangar samkomutakmarkanir í gildi þegar nýtt afbrigði er minna skaðlegt en upprunalega var búist við? Þetta verður allt tekið fyrir í fjörugum umræðum í Pallborðinu í dag.
Þeir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir hjá Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á spítalanum, hafa undanfarið tjáð sig mikið um faraldurinn og stöðu spítalans. Þeir hafa þó gjörólíka sýn á málin. Ragnar Freyr hefur nýlega komist í fréttir fyrir að koma fram með þá hugmynd að hætta því sýnatökufyrirkomulagi sem nú er viðhaft þegar svo margir greinast smitaðir daglega. Í gær greindust til dæmis næstflestir með Covid-19 frá upphafi faraldursins. Óttar Kolbeinsson Proppé, fréttamaður Stöðvar 2, stýrir umræðunum á eftir, sem hefjast klukkan 14:30. Hægt verður að horfa á þær í beinni hér í spilaranum að neðan. Sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, hafa verið honum ósammála í því og einnig góður vinur og samstarfsmaður Ragnas Freys, Tómas Guðbjartsson. Hann er hinum megin línunnar, vill halda hörðum samkomutakmörkunum á meðan ástandið á spítalanum er eins og það er í dag og komst í fréttir um helgina fyrir að skjóta föstum skotum að utanríkisráðherra fyrir orðræðu hennar í faraldrinum. Það hefur dregið til mikilla tíðinda í faraldrinum síðustu daga; margt bendir til að ómíkron-afbrigðið valdi margfalt vægari veikindum en delta-afbrigðið og þá hefur sóttvarnalæknir rokkað fram og til baka þegar hann ræðir um sóttvarnatakmarkanir. Óbreyttar tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í byrjun síðustu viku en þremur dögum síðar var ákveðið að herða niður í 10 manns og í gær viðraði sóttvarnalæknir svo þær hugmyndir að slaka aftur á takmörkunum. Margir eru búnir að missa þráðinn í umræðunum. Hvert er markmiðið í dag? Og er réttlætanlegt að hafa svo gríðarlega strangar samkomutakmarkanir í gildi þegar nýtt afbrigði er minna skaðlegt en upprunalega var búist við? Þetta verður allt tekið fyrir í fjörugum umræðum í Pallborðinu í dag.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira