Innlent

Almar vill leiða lista Sjálf­stæðis­manna í Garða­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Almar Guðmundsson.
Almar Guðmundsson. Aðsend

Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fram fer 5. mars næstkomandi.

Í tilkynningu kemur fram að Almar hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2014, í bæjarráði frá 2018 og sé formaður fjölskylduráðs og öldungaráðs. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá London Business School.

Haft er eftir Almari að hann leggi áherslu á traustan, sjálfbæran og ábyrgan rekstur sveitarfélagsins. „Góð fjármálastjórn er forsenda þess öfluga og fjölskylduvæna samfélags sem við viljum halda áfram að byggja upp hér í Garðabæ. Það þarf mikla vinnu og úthald til að viðhalda þeirri stöðu.

„Íþróttir og starf frjálsra félaga eiga sterka taug í mér, enda hef ég lagt mitt af mörkum í starfi þeirra. Ég var m.a. formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar í sjö ár. Ég hef verið og ætla áfram að vera talsmaður þess að Garðabær sé í forystu við að efla þessa starfsemi og nýta þann kraft sem býr í félögunum í þjónustu við íbúanna,“ er haft eftir Almari.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, greindi frá því á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri, en sveitarstjórnarkosningar fara fram í landinu þann 14. maí næstkomandi.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, og Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hafa báðar sömuleiðis gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins.


Tengdar fréttir

Sig­ríður Hulda vill fyrsta sætið hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Garða­bæ

Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðifélaganna í Garðabæ sem haldið verður 5. mars næstkomandi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

Ás­laug Hulda stefnir á odd­vita­sætið í Garða­bæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×