Á leið í frystinn vegna dýrkeyptra mistaka sem kostuðu Milan mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2022 15:16 Ante Rebic og Olivier Giroud voru innilegir í mótmælum sínum eftir að mark AC Milan var dæmt af vegna mistaka Marcos Serra. epa/MATTEO BAZZI Leikmenn AC Milan voru allt annað en sáttir með dómara leiksins gegn Spezia í gær enda tók hann löglegt mark af þeim. Hann gæti verið settur til hliðar vegna mistakanna. Milan missteig sig í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði óvænt fyrir Spezia, 1-2, á heimavelli í gær. Með sigri hefði Milan komist upp fyrir Inter á topp deildarinnar. Rafael Leao kom Milan yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Kevin Agudelo jafnaði fyrir Spezia á 64. mínútu. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Emmanuel Gyasi sigurmark gestanna. Skömmu áður hélt Junior Messias að hann hefði tryggt Milan sigurinn þegar hann sneri boltann laglega í mark Spezia. Dómari leiksins, Marco Serra, hafði hins vegar verið of fljótur á sér að dæma aukaspyrnu áður en Messias hleypti af og því stóð markið ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eqLG3uwfIuM">watch on YouTube</a> Samkvæmt Gazzetta dello Sport gæti Serra verið settur til hliðar í lengri tíma vegna mistakanna. Forráðamenn ítalska dómarasambandsins hafa beðið Milan afsökunar og eftir leikinn í gær staðfesti Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, að Serra hefði gert slíkt hið sama. „Ég reyndi að róa mína menn niður en það tókst ekki eins og markið hjá Spezia sýndi. Við vissum að við værum órétti beittir en þetta er okkur að kenna. Við deilum ábyrgðinni með dómaranum. Því miður,“ sagði Pioli. „Hann baðst meira að segja afsökunar og kannski voru þetta ekki einu sinni mistök. En þetta er synd. Við áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Þetta var slæmt kvöld og við þurfum að bregðast vel við þessu.“ Milan er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, tveimur stigum á eftir Inter sem á leik til góða. Ítalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Milan missteig sig í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði óvænt fyrir Spezia, 1-2, á heimavelli í gær. Með sigri hefði Milan komist upp fyrir Inter á topp deildarinnar. Rafael Leao kom Milan yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Kevin Agudelo jafnaði fyrir Spezia á 64. mínútu. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Emmanuel Gyasi sigurmark gestanna. Skömmu áður hélt Junior Messias að hann hefði tryggt Milan sigurinn þegar hann sneri boltann laglega í mark Spezia. Dómari leiksins, Marco Serra, hafði hins vegar verið of fljótur á sér að dæma aukaspyrnu áður en Messias hleypti af og því stóð markið ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eqLG3uwfIuM">watch on YouTube</a> Samkvæmt Gazzetta dello Sport gæti Serra verið settur til hliðar í lengri tíma vegna mistakanna. Forráðamenn ítalska dómarasambandsins hafa beðið Milan afsökunar og eftir leikinn í gær staðfesti Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, að Serra hefði gert slíkt hið sama. „Ég reyndi að róa mína menn niður en það tókst ekki eins og markið hjá Spezia sýndi. Við vissum að við værum órétti beittir en þetta er okkur að kenna. Við deilum ábyrgðinni með dómaranum. Því miður,“ sagði Pioli. „Hann baðst meira að segja afsökunar og kannski voru þetta ekki einu sinni mistök. En þetta er synd. Við áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Þetta var slæmt kvöld og við þurfum að bregðast vel við þessu.“ Milan er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, tveimur stigum á eftir Inter sem á leik til góða.
Ítalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira