Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 10:43 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, skrifar undir bréfið. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í bréfi þingflokksins til forseta Alþingis, þar sem vísað er í að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi gefið Alþingi skýrslu um stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna fresti, eftir beiðni Viðreisnar. Í bréfinu segir að óvissa ríki um hvenær ætla megi að daglegt líf almennings komist í eðlilegt horf. Krefst þingflokkurinn þess að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, og eftir atvikum aðrir ráðherrar, gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða eins fljót og auðið er í kjölfar þess að tilteknar sóttvarnaaðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. Sóttvarnaraðgerðir voru síðast hertar á föstudaginn. „Óskað er eftir því að skýrslugjöfin feli í sér upplýsingar um forsendur að baki þeim ákvörðunum sem teknar eru hverju sinni, um fyrirhugaðan árangur og áhrif á samfélagið að öðru leyti. Samtímis upplýsi ráðherrar Alþingi um hvort, og þá hvaða, aðgerðir verða lagðar fram til að mæta efnahaglegum og félagslegum afleiðingum sóttvarnaaðgerða hverju sinni. Með þessu móti fá forsendur og röksemdir stjórnvalda hverju sinni markvissari umræðu á vettvangi þingsins,“ segir í bréfinu. Þar segir ennfremur að sé réttur þingsins að lýðræðisleg umræða fari fram um sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Það sé einnig skylda þingsins að ræða þær og sinna þannig eftirlitshlutverki sínu. Bréf þingflokks Viðreisnar má lesa í tengdum skjölum hér fyrir neðan. Tengd skjöl Bréf_til_forsetaDOCX16KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi þingflokksins til forseta Alþingis, þar sem vísað er í að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi gefið Alþingi skýrslu um stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna fresti, eftir beiðni Viðreisnar. Í bréfinu segir að óvissa ríki um hvenær ætla megi að daglegt líf almennings komist í eðlilegt horf. Krefst þingflokkurinn þess að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, og eftir atvikum aðrir ráðherrar, gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða eins fljót og auðið er í kjölfar þess að tilteknar sóttvarnaaðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. Sóttvarnaraðgerðir voru síðast hertar á föstudaginn. „Óskað er eftir því að skýrslugjöfin feli í sér upplýsingar um forsendur að baki þeim ákvörðunum sem teknar eru hverju sinni, um fyrirhugaðan árangur og áhrif á samfélagið að öðru leyti. Samtímis upplýsi ráðherrar Alþingi um hvort, og þá hvaða, aðgerðir verða lagðar fram til að mæta efnahaglegum og félagslegum afleiðingum sóttvarnaaðgerða hverju sinni. Með þessu móti fá forsendur og röksemdir stjórnvalda hverju sinni markvissari umræðu á vettvangi þingsins,“ segir í bréfinu. Þar segir ennfremur að sé réttur þingsins að lýðræðisleg umræða fari fram um sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Það sé einnig skylda þingsins að ræða þær og sinna þannig eftirlitshlutverki sínu. Bréf þingflokks Viðreisnar má lesa í tengdum skjölum hér fyrir neðan. Tengd skjöl Bréf_til_forsetaDOCX16KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira