Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Breiðafirði og svo á norðurhluta landsins fram á kvöld.
Á vef Veðurstofunnar segir að það dragi úr vindi fyrir norðan um kvöldið. Hiti verður á bilinu þrjú til tíu stig, hlýjast austanlands.

„Kaldari vestlæg átt á morgun og él, en yfirleitt þurrt á miðvikudag. Svo lítur út fyrir að næsta hlýja lægð komi aðfararnótt fimmtudags. Þannig að þetta eru sannkallaðar umhleypingar.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Vestan 10-18 og él, en úrkomulítið á A-landi. Kólnandi, hiti í kringum frostmark síðdegis. Norðlægari og dregur úr vindi um kvöldið.
Á miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 og bjart með köflum. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands en þykknar upp og hlýnar við V-ströndina um kvöldið.
Á fimmtudag: Sunnan- og suðvestanátt og rigning á köflum, en úrkomulítið A-lands. Hiti 3 til 10 stig.
Á föstudag: Suðvestanátt, milt og skúrir, en kólnar með éljum þegar líður á daginn. Lengst af þurrt A-lands.
Á laugardag: Suðvestanátt og rigning, slydda eða snjókoma, en úrkomulítið NA-lands. hiti 0 til 5 stig en kólnar seinnipartinn.
Á sunnudag: Útlit fyrir vestlæga átt með éljum, en úrkomulítið SA-til. Frost um mest allt land.