Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark í uppbótartíma fyrir West Ham Atli Arason skrifar 16. janúar 2022 20:51 Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham, í leik gegn Tottenham fyrr á tímabilinu. Getty/Tom Dulat Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham og spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli við Tottenham í ensku ofurdeildinni í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og var markalaus í hálfleik. Á 53. mínútu leiksins brýtur Hawa Cissoko, leikmaður West Ham, klaufalega af sér inn í vítateig og vítaspyrna er dæmd. Cissoko var heppinn að fá ekki seinna gula spjaldið sitt í leiknum fyrir brotið. Rosella Ayane, leikmaður Tottenham, tekur vítaspyrnuna og skorar auðveldlega. Nokkrum mínútum seinna brýtur Cissoko aftur af sér og sparkar boltanum í burtu í kjölfarið til að sýna dómaranum óánægju sína með dómgæsluna og fær hún því réttilega annað gult spjald að launum og þar með rautt. West Ham spilaði því síðasta hálftíma leiksins einum leikmanni færri. Það kom þó ekki að sök því með hetjulegri baráttu náði West Ham að jafna leikinn í uppbótatíma. Þá á Dagný fyrirgjöf sem Kate Longhurst stýrir í netið með kollspyrnu. Stuttu síðar flautaði dómarinn leikinn af, lokatölur 1-1. Eftir leikinn er West Ham í 8. sæti deildarinnar á meðan að Tottenham er í því fjórða með 21 stig en mark Longhurst í kvöld gæti skemmt titilvonir Tottenham sem er nú 4 stigum á eftir Arsenal sem er á toppi deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira
Leikurinn fór rólega af stað og var markalaus í hálfleik. Á 53. mínútu leiksins brýtur Hawa Cissoko, leikmaður West Ham, klaufalega af sér inn í vítateig og vítaspyrna er dæmd. Cissoko var heppinn að fá ekki seinna gula spjaldið sitt í leiknum fyrir brotið. Rosella Ayane, leikmaður Tottenham, tekur vítaspyrnuna og skorar auðveldlega. Nokkrum mínútum seinna brýtur Cissoko aftur af sér og sparkar boltanum í burtu í kjölfarið til að sýna dómaranum óánægju sína með dómgæsluna og fær hún því réttilega annað gult spjald að launum og þar með rautt. West Ham spilaði því síðasta hálftíma leiksins einum leikmanni færri. Það kom þó ekki að sök því með hetjulegri baráttu náði West Ham að jafna leikinn í uppbótatíma. Þá á Dagný fyrirgjöf sem Kate Longhurst stýrir í netið með kollspyrnu. Stuttu síðar flautaði dómarinn leikinn af, lokatölur 1-1. Eftir leikinn er West Ham í 8. sæti deildarinnar á meðan að Tottenham er í því fjórða með 21 stig en mark Longhurst í kvöld gæti skemmt titilvonir Tottenham sem er nú 4 stigum á eftir Arsenal sem er á toppi deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira