Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 19:01 Kristrún Frostadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. einar árnason Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira