Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 22:42 það voru eigendur English Pub sem höfðuðu mál gegn ríkinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent