Fótbolti

Vill sýna að hann sé framtíðarmaður í landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfons Sampsted leikur að öllum líkindum sinn áttunda landsleik í dag.
Alfons Sampsted leikur að öllum líkindum sinn áttunda landsleik í dag. vísir/vilhelm

Alfons Sampsted, leikmaður Noregsmeistara Bodø/Glimt, er staðráðinn í að sýna að hann sé framtíðarmaður í íslenska landsliðinu.

Alfons kom ekkert við sögu þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úganda í vináttulandsleik í Belek í Tyrklandi á miðvikudaginn. Hann gerir sér vonir um að vera í byrjunarliðinu þegar Íslendingar mæta Suður-Kóreumönnum í dag og geta sýnt sig og sannað.

„Maður hef­ur vænt­ing­ar fyr­ir því að maður spili. Ég kom seinna í hóp­inn en flest­ir, dag­inn fyr­ir leik. Ég lenti í Covid veseni heima sem ég þurfti að klára. Nú horfi ég á leik­inn á laug­ar­dag­inn [í dag] sem tæki­færi til að vinna mér inn sæti í landsliðinu. Það er fyrsta skrefið til að sýna að ég er framtíðarmaður hérna,“ sagði Alfons á blaðamannafundi í gær. 

Hann segir að íslenska liðið ætli sér að taka skref fram á við á þessu ári.

„Fyrst og fremst vilj­um við sýna að við höf­um tekið skref fram á við. Við vilj­um sýna að við höf­um tekið fram­förum og nýir leik­menn geti komið inn í liðið og staðið sig. Mín upp­lif­un er að leik­menn skilji kerfið og vita hvað þeir eiia að gera frá fyrstu mín­útu,“ sagði Alfons sem hefur leikið sjö landsleiki.

Alfons hefur átt afar góðu gengi að fagna með Bodø/Glimt.vísir/bára

Undanfarin tvö ár hefur Alfons leikið með Bodø/Glimt og orðið norskur meistari bæði tímabilin. Þá er liðið komið áfram í Sambandsdeild Evrópu. Ekki liggur enn fyrir hver næstu skref á ferli Alfonsar.

„Það er eng­in leynd yfir því að ég er í viðræðum við þá en eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar. Það var áhersla að taka tíma­bilið með krafti en svo kem ég aft­ur út og þá kíkj­um við bet­ur á þetta. Ég ætla aðeins að leyfa mér að róa haus­inn en tek ákvörðun fljót­lega,“ sagði Alfons.

Leikur Íslands og Suður-Kóreu hefst klukkan 11:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.