Fótbolti

AC Milan í átta liða úrslit eftir framlengdan leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Olivier Giroud jafnaði metin fyrir AC Milan og tryggði liðinu framlengingu.
Olivier Giroud jafnaði metin fyrir AC Milan og tryggði liðinu framlengingu. Emilio Andreoli/Getty Images

AC Milan tryggði sér sæti í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar Coppa Italia með 3-1 sigri gegn Genoa í framlengdum leik í kvöld.

Gestirnir í Genoa komust yfir á 17. mínútu með marki frá Leo Oestigard, og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Það breyttist ekki fyrr en að um stundarfjórðungur var til leiksloka þegar að Olivier Giroud jafnaði metin fyrir Milan-menn eftir stopsendingu frá Theo Hernandez.

Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.

Þar reyndust heimamenn í AC Milan sterkari og mörk frá varamönnunum Rafael Leao og Alexis Saelemaekers tryggðu heimamönnum 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitum Coppa Italia þar sem liðið mætir annað hvort Lazio eða Udinese.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.