Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2022 22:01 Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfgasamtakanna Oath Keepers. AP/Susan Walsh Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir. Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14