Erlent

85 prósent íbúa Afríku enn ekki fengið fyrstu sprautuna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesus, segir markmiðið vera að ná að bólusetja sjötíu prósent íbúa í öllum ríkjum heimsins fyrir mitt þetta ár.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, segir markmiðið vera að ná að bólusetja sjötíu prósent íbúa í öllum ríkjum heimsins fyrir mitt þetta ár. EPA

Rúmlega 85 prósent íbúa Afríku hafa enn ekki fengið fyrstu sprautu bóluefnis gegn kórónuveirunni.

Þetta segir yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus.

Þetta er allt önnur staða en á Vesturlöndum þar sem fjölmargir hafa fengið þrjá skammta bóluefnis og flestir tvo.

Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði Ghebreyesus ljóst að ef mönnum tekst ekki að minnka þennan mun á milli heimsálfa þá náist ekki að kveða faraldurinn í kútinn.

COVAX-átakið, sem þjóðir heimsins settu á laggirnar og ætlað var að koma bóluefni til fátækari ríkja, hefur að sögn Ghebreyesus gengið nokkuð vel þá sé enn langt í land.

Markmiðið er að ná að bólusetja sjötíu prósent íbúa í öllum ríkjum heimsins fyrir mitt þetta ár.

Um níutíu lönd hafa ekki náð fjörutíu prósentum og þrjátíu og sex lönd í þeim hópi hafa ekki einu sinni náð að bólusetja tíu prósent landsmanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×