Fótbolti

Rodman valin í æfingahóp bandaríska landsliðsins og gæti mætt Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trinity Rodman fagnar með félögum sínum í meistaraliði Washington Spirit.
Trinity Rodman fagnar með félögum sínum í meistaraliði Washington Spirit. Getty/Joe Robbins

Trinity Rodman var í gær valin í æfingahóp bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta en fram undan eru æfingabúðir hjá bandaríska liðinu.

Rodman sló í gegn á sínu fyrsta tímabili með Washington Spirit, var kosin nýliði ársins og hjálpaði liðinu að verða meistari.

Rodman valdi frekar fótboltann en að fara í körfuboltann eins og heimsfrægi faðir hennar Dennis Rodman. Hún er enn bara nítján ára gömul á heldur betur framtíðina fyrir sér.

Landsliðsþjálfarinn Vlatko Andonovski valdi 25 leikmenn í hópinn og er Rodman sú eina sem hefur ekki æft með landsliðinu áður.

Æfingabúðirnar fara fram í Texas frá 19. til 29. janúar en liðið spilar enga leiki. Þetta er samt undirbúningur fyrir SheBelieves Cup í febrúar en þar mætir bandaríska liðið meðal annars íslenska landsliðinu.

Rodman fær því kjörið tækifæri til að sýna sig og sanna og gæti því mætt íslenska landsliðinu í næsta mánuði.

  • Æfingahópur bandaríska landsliðsins:
  • Markmenn (3): Aubrey Kingsbury (Washington Spirit), Casey Murphy (North Carolina Courage), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars)
  • Varnarmenn (9): Alana Cook (OL Reign), Abby Dahlkemper (San Diego Wave FC), Tierna Davidson (Chicago Red Stars), Imani Dorsey (NJ/NY Gotham FC), Emily Fox (Racing Louisville FC), Naomi Grima (San Diego Wave FC), Sofia Huerta (OL Reign), Kelley O'Hara (Washington Spirit), Emily Sonnett (Washington Spirit)
  • Miðjumenn (7): Lindsey Horan (Portland Thorns FC), Jaelin Howell (Racing Louisville FC), Rose Lavelle (OL Reign), Kristie Mewis (NJ/NY Gotham FC), Samantha Mewis (Kansas City Current), Ashley Sanchez (Washington Spirit), Andi Sullivan (Washington Spirit)
  • Framherjar (6): Ashley Hatch (Washington Spirit), Mallory Pugh (Chicago Red Stars), Margaret Purce (NJ/NY Gotham FC), Trinity Rodman (Washington Spirit), Sophia Smith (Portland Thorns FC), Lynn Williams (Kansas City Current)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×