Fótbolti

Real í úr­slit eftir dramatískan sigur á Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Real er komið í úrslit.
Real er komið í úrslit. EPA-EFE/CHEMA MOYA

Real Madríd vann Barcelona 3-2 eftir framlengdan leik í undanúrslitum spænska konungsbikarinn í kvöld. Leikurinn fór fram á King Fahd International-vellinum í Riyadh, Sádi-Arabíu.

Þó að Barcelona hafi átt erfitt uppdráttar að undanförnu var leikur kvöldsins mjög jafn framan af og var staðan jöfn er venjulegur leiktími rann sitt skeið. 

Staðan var einnig jöfn í hálfleik, Vinícius Júnior kom Real yfir á 25. mínútu en hollenski framherjinn Luuk de Jong jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Leikmenn Barca fagna jöfnunarmarki sínu í fyrri hálfleik.Twitter/@FCBarcelona

Karim Benzema kom Real yfir á 72. mínútu en varamaðurinn Ansu Fati jafnaði metin á nýjan leik tæpum tíu mínútum síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

Þar reyndist Real sterkara en varamaðurinn Federico Valverde skoraði þriðja mark hvítliða og tryggði Madríd þar með sæti í úrslitum spænska konungsbikarsins. Real hefur nú unnið fimm leiki í röð gegn Barcelona.

Á morgun mætast Atlético Madríd og Athletic Bilbao í hinum undanúrslitaleik keppninnar. Á sunnudaginn fer úrslitaleikurinn fram en allir þrír leikirnir verða spilaði í Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×