Fótbolti

Fíla­beins­ströndin marði Mið­baugs-Gíneu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tilfinningarnar báru Max Gradel ofurliði þegar hann skoraði eina mark kvöldsins.
Tilfinningarnar báru Max Gradel ofurliði þegar hann skoraði eina mark kvöldsins. Twitter/@CAF_Online

Leikur Afríkukeppninnar í knattspyrnu halda áfram að enda með eins marks sigrum. Fílabeinsströndin vann 1-0 sigur á Miðbaugs-Gíneu í lokaleik dagsins.

Fyrstu tveir leikir dagsins enduðu með 1-0 sigrum. Mikil dramatík átti sér stað í leik Túnis og Malí en þar hafði Malí betur með einu marki gegn engu. Öllu minni dramatík var í leik Gambíu og Máritaníu en honum lauk með 1-0 sigri Gambíu.

Lokaleikur dagsins var á milli Fílabeinstrandarinnar og Miðbaugs-Gínea í E-riðli. Var þetta fyrsti leikur beggja liða og ljóst að ef annað liðið gæti landað þremur stigum myndi það vera í góðum málum þar sem Síerra Leóne og Alsír gerðu markalaust jafntefli í gær.

Það vakti athygli að Wilf Zaha og Nicolas Pépé voru báðir á varamannabekk Fílabeinstrandarinnar í kvöld. Það kom ekki að sök þar sem Max Gradel kom liðinu yfir eftir aðeins fimm mínútna leik.

Reyndist það eina mark leiksins og Fílabeinströndin hefur því Afríkukeppnina 2022 á sigri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.