Innlent

Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Annar bílanna sem endaði utanvegar á Holtavörðuheiði.
Annar bílanna sem endaði utanvegar á Holtavörðuheiði. Börkur

Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar.

Vegfarandi sem átti leið yfir Holtavörðuheiði um sex leitið sagði annan bílinn hafa verið langt frá veginum og virst óskemmdur. Hinn hafi hangið á veginum en afturvagn hans hafi fokið utanvegar.

Hann sagði að bæði hefði verið mikill vindur og blindbylir, svo ekki hafi sést milli stika.

Gul viðvörun er í gildi fyrir landið vestanvert og hafa akstursskilyrði farið versnandi í dag. Veðurstofan segir varasamt að ferðast í veðrinu Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.