Vegfarandi sem átti leið yfir Holtavörðuheiði um sex leitið sagði annan bílinn hafa verið langt frá veginum og virst óskemmdur. Hinn hafi hangið á veginum en afturvagn hans hafi fokið utanvegar.
Hann sagði að bæði hefði verið mikill vindur og blindbylir, svo ekki hafi sést milli stika.
Gul viðvörun er í gildi fyrir landið vestanvert og hafa akstursskilyrði farið versnandi í dag. Veðurstofan segir varasamt að ferðast í veðrinu Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi.
Vesturland: Hálka er á öllum helstu fjallvegum. Hálkublettir víða. ATH vegna veðurs verða Holtavörðuheiðin og Brattabrekka mjög líklega erfiðar um miðnætti. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 11, 2022
Öxnadalsheiði: Búið er að opna Öxnadalsheiðina fyrir umferð að nýju. Fastlega má gera ráð fyrir að heiðin lokist aftur um miðnætti. Ástandið verður svo metið klukkan sjö í fyrramálið. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 11, 2022
Dynjandisheiði: Vegurinn er lokaður. Á morgun 12. janúar verður beðið með mokstur vegna slæmrar veðurspár. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 11, 2022