Stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2022 23:01 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann fær ekkert að spila með liði sínu Millwall og missti í kjölfarið sæti sitt í íslenska landsliðinu. Jón Daði var valinn fyrir komandi verkefni landsliðsins í Tyrklandi og fór yfir stöðu mála á samfélagsmiðlum sambandsins í dag. Hinn þrítugi Jón Daði hefur bókstaflega verið í frystikistunni hjá Millwall það sem lifir leiktíðar. Hann hefur aðeins spilað 18 mínútur á leiktíðinni en þær mínútur komu í deildarbikarleik. Þar sem hann hefur ekkert spilað þá hefur Arnar Þór Viðarsson ekki valið hann í verkefni íslenska landsliðsins að undanförnu. Hann var hvorki valinn er landsliðið kom saman í október og nóvember á síðasta ári. Training in the rain(ing) in Belek, Turkey. We play @UgandaCranes on Wednesday. pic.twitter.com/ZnwN6hDsUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2022 „Framundan er að reyna finna sér nýtt lið og betra fótboltaumhverfi til að vera í. Maður er enn á góðum aldri og maður vill ekki sóa tíma sínum fram að sumri. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og það er verið að vinna í því að finna nýtt félag fyrir mig til að komast í og komast aftur í gang,“ sagði Jón Daði við KSÍ fyrr í dag. Ísland mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu á laugardaginn en báðir leikirnir fara fram í Tyrklandi. Um leikina hafði Jón Daði eftirfarandi að segja: „Þessir leikir eru virkilega mikilvægir. Ég held að það sé gott fyrir okkur að stilla okkur saman sem lið. Þetta er hellings reynsla fyrir ungu strákana að komast inn í hlutina og læra á þetta allt saman.“ Að lokum var framherjinn spurður út í hápunkt landsliðsferilsins sem spannar 60 leiki til þessa sem og þátttöku á bæði Evrópu- og heimsmeistaramóti. „Þegar stórt er spurt. Þetta er búið að vera hellings ferðalag og ég virkilega stoltur að vera búinn að spila svona marga leiki fyrir land og þjóð. Það er mikið af augnablikum, allt Evrópumótið, það voru svo mikil læti og spenna í landinu. Held að það sé það sem stendur hvað mest upp úr, sérstaklega að skora á stórmóti. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Jón Daði að endingu. Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjá meira
Hinn þrítugi Jón Daði hefur bókstaflega verið í frystikistunni hjá Millwall það sem lifir leiktíðar. Hann hefur aðeins spilað 18 mínútur á leiktíðinni en þær mínútur komu í deildarbikarleik. Þar sem hann hefur ekkert spilað þá hefur Arnar Þór Viðarsson ekki valið hann í verkefni íslenska landsliðsins að undanförnu. Hann var hvorki valinn er landsliðið kom saman í október og nóvember á síðasta ári. Training in the rain(ing) in Belek, Turkey. We play @UgandaCranes on Wednesday. pic.twitter.com/ZnwN6hDsUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2022 „Framundan er að reyna finna sér nýtt lið og betra fótboltaumhverfi til að vera í. Maður er enn á góðum aldri og maður vill ekki sóa tíma sínum fram að sumri. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og það er verið að vinna í því að finna nýtt félag fyrir mig til að komast í og komast aftur í gang,“ sagði Jón Daði við KSÍ fyrr í dag. Ísland mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu á laugardaginn en báðir leikirnir fara fram í Tyrklandi. Um leikina hafði Jón Daði eftirfarandi að segja: „Þessir leikir eru virkilega mikilvægir. Ég held að það sé gott fyrir okkur að stilla okkur saman sem lið. Þetta er hellings reynsla fyrir ungu strákana að komast inn í hlutina og læra á þetta allt saman.“ Að lokum var framherjinn spurður út í hápunkt landsliðsferilsins sem spannar 60 leiki til þessa sem og þátttöku á bæði Evrópu- og heimsmeistaramóti. „Þegar stórt er spurt. Þetta er búið að vera hellings ferðalag og ég virkilega stoltur að vera búinn að spila svona marga leiki fyrir land og þjóð. Það er mikið af augnablikum, allt Evrópumótið, það voru svo mikil læti og spenna í landinu. Held að það sé það sem stendur hvað mest upp úr, sérstaklega að skora á stórmóti. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Jón Daði að endingu.
Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjá meira