Fótbolti

I­heanacho hetjan gegn Egyptum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurvegarinn Iheanacho og Mohamed Salah berjast um boltann.
Sigurvegarinn Iheanacho og Mohamed Salah berjast um boltann. Twitter/@CAF_Online

Kelechi Iheanacho reyndist hetja Nígeríu gegn Egyptalandi en hann skoraði eina mark leiksins er þjóðirnar mættust í D-riðli Afríkukeppninnar í dag.

Búist var við hörkuleik en um er að ræða þær þjóðir sem eru hvað líklegastar til að fara upp úr D-riðli og mögulega fara alla leið. Leikurinn var jafn framan af en eftir hálftíma braut Iheanacho ísinn.

Joe Aribo átti hárnákvæma sendingu á Iheanacho sem tók vel við boltanum og smurði hann svo upp í hægri samskeytin á marki Egyptalands. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks sem og leiksins.

Mohamed Salah spilaði allan leikinn í liði Egyptalands en komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Nígeríu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.