Erlent

Ákærður fyrir hryðjuverk grunaður um að hafa kveikt í þinghúsinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Zandile Mafe mætti fyrir dóm í Höfðaborg í dag og var ákærður fyrir íkveikju og hryðjuverk.
Zandile Mafe mætti fyrir dóm í Höfðaborg í dag og var ákærður fyrir íkveikju og hryðjuverk. AP Photo/Nardus Engelbrecht

Suðurafrískur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk en hann er grunaður um að hafa kveikt í þinghúsinu í Höfðaborg fyrir rúmri viku síðan. Ráðamenn hafa lýst íkveikjunni sem aðför að lýðræði landsins. 

Elsti hluti þinghússins er verst farið eftir brunann en þakið brann nær til kaldra kola 2. janúar síðastliðinn. Þinghúsið er þrískipt og elsti hlutinn nær 140 ára gamall.

Zandile Mafe, 49 ára karlmaður, var í dag ákærður fyrir íkveikjuna og fyrir hryðjuverk. Að sögn saksóknara fannst sprengja í fórum hans þegar hann var handtekinn sama dag og eldurinn kviknaði.

Talsverður hluti þinghússins er illa farinn eftir eldsvoðann, þó þingsalurinn sjálfur hafi ekki brunnið. Þá bjargaðist stórt listaverkasafn ríkisins í brunanum. 

Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utn dómshúsið í dag til að mótmæla handtöku Mafes.AP Photo/Nardus Engelbrecht

Mafe mun næst mæta fyrir dóm 11. febrúar næstkomandi en þar til verður hann í gæsluvarðhaldi á geðsjúkrahúsi að beiðni verjenda hans sem segja hann þjást af geðsjúkdómum. Tugir mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í miðbæ Höfðaborgar í dag og héldu fram sakleysi Mafes. 


Tengdar fréttir

Þinghús Suður-Afríku brennur

Mikill eldur brennur nú í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg. Tugir slökkviliðsmanna eru við störf við að slökkva eldinn og mikill, svartur reykur stígur upp frá húsinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×