Erlent

Þinghús Suður-Afríku brennur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tugir slökkviliðsmanna eru nú við störf við að slökkva eld sem kviknaði í þinghúsi Suður-Afríku.
Tugir slökkviliðsmanna eru nú við störf við að slökkva eld sem kviknaði í þinghúsi Suður-Afríku. AP Photo/Tsvangirayi Mukwazhi

Mikill eldur brennur nú í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg. Tugir slökkviliðsmanna eru við störf við að slökkva eldinn og mikill, svartur reykur stígur upp frá húsinu.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hefur eldurinn komist í þak hússins og eldtungurnar má sjá standa upp úr þakinu. Eldurinn er sagður dreifast um bygginguna og brenna glatt á þriðju hæð hússins. Enn er ekki ljóst hvernig eldurinn kviknaði. 

Að sögn slökkviliðsmanna á staðnum hafa tök ekki náðst á eldinum. 

Eldurinn hefur komist í þak hússins.AP Photo/Jerome Delay

„Við ráðum ekkert við eldinn og slökkviliðsmenn hafa séð sprungur myndast í veggju byggingarinnar,“ segir talsmaður viðbragðsaðila borgarinnar í samtali við fréttastofu AFP. 

Eldurinn kviknaði aðeins nokkrum klukkustundum eftir útför Desmonds Tutu, erkibiskups, í dómkirkju St. Georgs í nálægð við þinghúsið. 

Klippa: Þinghús Suður-Afríku brennur

Þinghúsið skiptist í þrjá hluta en sá elsti var byggður árið 1884. Nýrri hlutar hússins voru byggðir á þriðja og níunda áratugi síðustu aldar. 


Tengdar fréttir

Kveðja brosandi baráttumann fyrir mannréttindum

Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskup í Suður Afríku var jarðsunginn í dag. Hanns er minnst um allan heim sem mikils mannréttindafrömuðar en hann lék lykilhlutverk í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×