Íslenski boltinn

Ágúst Eðvald lánaður til Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Eðvald Hlynsson í leik með U-21 árs landsliði Íslands.
Ágúst Eðvald Hlynsson í leik með U-21 árs landsliði Íslands. vísir/Bára

Ágúst Eðvald Hlynsson mun leika með Val á næsta tímabili á láni frá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens.

Ágúst hefur fengið fá tækifæri með Horsens síðan hann gekk í raðir liðsins í október 2020. Hann lék sem lánsmaður með FH fyrri hluta síðasta tímabils.

Ágúst er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Norwich City og þaðan til Brøndby í Danmörku. Hann lék sem lánsmaður með Víkingi tímabilin 2019 og 2020 og hjálpaði liðinu meðal annars að verða bikarmeistari 2019.

Auk Ágústs hefur Valur fengið Orra Hrafn Kjartansson, Guy Smit, Aron Jóhannsson og Heiðar Ægisson eftir að síðasta tímabili lauk.

Í fyrra endaði Valur í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og var níu stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.