Fótbolti

Landsliðsmaður Tyrklands lést í bílslysi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ahmet Calik í leik með Galatasaray.
Ahmet Calik í leik með Galatasaray. getty/ANP Sport

Ahmet Calik, leikmaður Konyaspor, lést í bílslysi í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í dag. Hann var 27 ára.

Konyaspor greindi frá andláti hans í dag. „Við erum harmi slegin eftir að hafa misst leikmann okkar, Ahmet Calik. Hann var elskaður af öllum hjá félaginu og í borginni frá fyrsta degi. Við sendum öllum samúðarkveðjur, sérstaklega fjölskyldu hans,“ segir á Twitter-síðu Konyaspor.

Calik lék átta leiki og skoraði eitt mark fyrir tyrkneska landsliðið á árunum 2015-17. Hann var ónotaður varamaður þegar Ísland vann Tyrkland, 2-0, í undankeppni HM 2016.

Calik, sem lék sem miðvörður, hóf ferilinn hjá Genclerbirligi þar sem hann var meðal annars liðsfélagi Ólafs Inga Skúlasonar. Hann gekk í raðir Galatasaray 2017 og varð tvisvar sinnum Tyrklandsmeistari með Galatasary áður en hann fór til Konyaspor 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×