„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2022 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08