Innlent

Spyr hvort vit sé í að fram­kvæma PCR-próf

Árni Sæberg skrifar
Ragnar Freyr er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og var á einum tíma umsjónarmaður Covid-göngudeildarinnar.
Ragnar Freyr er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og var á einum tíma umsjónarmaður Covid-göngudeildarinnar.

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann.

Ragnar Freyr ritaði pistil á Facebooksíðu sinni í morgun þar sem hann segir Covid-19 hafa breyst. Ómíkrin afbrigði kórónuveirunnar sé vægara og dreifist eins og enginn sé morgundagurinn.

„Er vit í því að framkvæma öll þessi PCR próf? Á að mestu leyti frísku fólki sem hefur litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu?“ spyr Ragnar Þór.

Þá bendir hann á að PCR-próf séu ekki ókeypis. Hann áætlar kostnað sýnatöku vera um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum.

„Væri meiri vit að beina þessu fjármagni inn á spítalann - byggja hann upp til að takast á við þessi veikindi. Prófa bara þá sem eru í áhættuhópum? Vakta þá sem eru í áhættu sérstaklega?Þurfum við að endurhugsa nálgun okkar? Horfa lengra fram á veginn?“ segir hann að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×