Enski boltinn

West Ham heimsækir utandeildarlið | Þrír úrvalsdeildarslagir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
West Ham heimsækir Kidderminster Harriers sem leika í sjöttu efstu deild Englands í FA bikarnum.
West Ham heimsækir Kidderminster Harriers sem leika í sjöttu efstu deild Englands í FA bikarnum. Craig Mercer/MB Media/Getty Images

Í dag var dregið í fjórðu umferð FA bikarsins á Englandi, en nú eru 32 lið eftir. Kidderminster Harriers tekur á móti úrvalsdeildarliði West Ham, en Kidderminster leikur í sjöttu efstu deild Englands.

Þá eru einnig þrír úrvalsdeildarslagir á dagskrá. Everton tekur á móti Brentford, Brighton heimsækir Tottenham og Wolves og Norwich eigast við í Wolverhampton.

Liverpool tekur á móti B-deildarliði Cardiff og Chelsea fær C-deildarlið Plymouth Argyle í heimsókn á Stamford Bridge. Þá taka Englandsmeistarar Manchester City á móti Fulham.

Nú eigast Arsenal og Nottingham Forest við, en sigurlið þess leiks mætir Leicester og þvó gæti farið svo að úrvalsdeildarslagirnir verði fjórir.

Fjórða umferðin verður leikin á dögunum fjórða til sjöunda febrúar.

Drátturinn í heild

Crystal Palace - Hartlepool

Bournemouth - Boreham Wood

Huddersfield - Barnsley

Peterborough - QPR

Cambridge - Luton

Southampton - Coventry

Chelsea - Plymouth

Everton - Brentford

Kidderminster - West Ham

Aston Villa/Manchester United - Middlesbrough

Tottenham - Brighton

Liverpool - Cardiff

Stoke - Wigan

Arsenal/Nottingham Forest - Leicester

Manchester City - Fulham

Wolves - Norwich
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.