Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmanns þar sem hann neitar að hafa brotið gegn ungri konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. Fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar í gær vegna málsins og telja sumir um vendipunkt að ræða í þessum málum. Við ræðum við sérfræðing í #metoo málum og slaufunarmenningu í fréttatímanum.

Óbólusettur karlmaður sem veiktist illa af Covid-19 telur ljóst að hann hefði sloppið betur ef hann hefði bólusett sig. Hann er þó ekki fullur eftirsjár, er feginn að vera kominn með ónæmi í bili og vonar að hann þurfi ekki endurhæfingu. Við heyrum sögu hans í tímanum.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður leikskólakennara hristir hausinn yfir tillögunum og við ræðum við formanninn.

Barnasmitsjúkdómalæknir segir bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni snúast um að verja börnin en ekki að stoppa smit úti í samfélaginu. Átta börn hafi þegar lagst inn á sjúkrahús með veiruna hér á landi en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm. Við ræðum við sérfræðinginn og heyrum líka í börnum í Melaskóla sem eru orðin þreytt á öllu þessu Covid-19 veseni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatíma okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.