Inter endurheimti toppsætið með sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Milan Skriniar skoraði sigurmark Inter í kvöld.
Milan Skriniar skoraði sigurmark Inter í kvöld. Marco Rosi - SS Lazio/Getty Images

Inter Milan endurheimti toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Lazio í kvöld.

Lautaro Martinez hélt að hann hefði komið heimamönnum í Inter yfir á 17. mínútu, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Heimamenn komust þó í 1-0 með marki frá Alessandro Bastoni eftir hálftíma leik, en Ciro Immobile jafnaði metin fyrir gestina fimm mínútum síðar.

Stapan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en Milan Skriniar kom heimamönnum yfir á nýjan leik á 67. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Alessandro Bastoni í netið.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 2-1 sigur Inter. Sigurinn lyfti meisturunum aftur upp fyrir nágranna sína í AC Milan í efsta sæti deildarinnar. Liðið er nú með 49 stig, einu stigi meira en AC Milan sem hefur leikið einum leik meira.

Lazio situr hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 32 stig, líkt og Roma og Fiorentina sem sitja í sjötta og sjöunda sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira