Englandsmeistararnir áttu ekki í vandræðum með D-deildarliðið

Ilkay Gundogan fagnar marki sínu í kvöld.
Ilkay Gundogan fagnar marki sínu í kvöld. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir í 32-liða úrslit FA-bikarsins eftir öruggan 4-1 sigur gegn D-deildarliði Swindon Town í kvöld.

City stillti upp nokkuð sterku liði í kvöld, enda er liðið þannig mannað að erfitt er fyrir Pep Guardiola að stilla upp sérstaklega slöku liði.

Bernardo Silva kom gestunum yfir á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Cole Palmer áður en Gabriel Jesus tvöfaldaði forystu City eftir tæplega hálftíma leik og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Ilkay Gundogan breytti stöðunni í 3-0 á 59. mínútu og þremur mínút síðar fékk Gabriel Jesus tækifæri til að bæta fjórða markinu við af vítapunktinum, en Lewis Ward, markvörður Swindon, varði frá honum.

Miðjumaðurinn Harry McKirdy á líklega eftir að segja barnabörnunum sínum sögur af því þegar hann skoraði gegn Englandsmeisturunum, en hann klóraði í bakkann fyrir heimamenn á 78. mínútu.

Fjórum mínútum síðar var munurinn þó aftur orðinn þrjú mörk þegar Cole Palmer gulltryggði 4-1 sigur City, og þar með sæti í 32-liða úrslitum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira