Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2022 10:42 Ef spá Landspítalans gengur eftir munu 80 þúsund manns hafa smitast af SARS-CoV-2 í byrjun mars. Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira