Fótbolti

Milos tekur við Malmö

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Milojevic er heldur betur að fá flott starf.
Milos Milojevic er heldur betur að fá flott starf. Getty/Milos Vujinovic

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö.

Malmö hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 12:00 að íslenskum tíma þar sem Milos verður kynntur sem nýr þjálfari liðsins. Hann tekur við því af Jon Dahl Tomasson sem hætti eftir síðasta tímabil.

Milos var síðast þjálfari Hammarby. Hann var rekinn þaðan eftir að hann ræddi við Rosenborg í leyfisleysi. Síðan þá hefur Milos meðal annars verið orðaður við serbneska stórliðið Rauðu stjörnuna. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins um tíma.

Milos lék hér á landi með Hamri, Ægi og Víkingi og þjálfaði síðan karlalið Víkings og Breiðabliks. Hann náði svo eftirtektarverðum árangri sem þjálfari Mjällby í Svíþjóð.

Malmö sigursælasta liðið í Svíþjóð með 22 meistaratitla og fjórtán bikartitla. Liðið spilaði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×