Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 19:03 Sindri Þór til vinstri og Ingólfur, Ingó Veðurguð, til hægri. Samsett/Vísir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra verði dæmd dauð og ómerk og vill þar að auki þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá krefst hann þess einnig að Sindra verði gert að birta forsendur og niðurstöðu dóms í málinu á Twitter-síðu sinni og Facebook svæði sínu, ekki síðar en fjórtán dögum frá dómsuppkvaðningu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sex einstaklingar hafa nú fengið kröfubréf frá Ingólfi og verður fyrsta málið, mál Sindra, tekið fyrir þann 18. janúar næstkomandi. „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Lögmaður Ingólfs segir að ummælin séu brot klárt brot á hegningarlögum enda séu þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Í stefnunni segir að Sindri hafi gefið Ingólfi að sök að hafa stundað refsiverða háttsemi; það er að segja, gerst sekur um samræði við börn. Samkvæmt því sé um staðhæfingu um tiltekna staðreynd að ræða, ekki almennan gildisdóm eða beinlínis skoðun. Þá segir að Sindri hafi einnig gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs Ingólfs, meðal annars með því að hafa birt myndband af tónlistarmanninum. Segist ekki hafa sakað Ingó um refsiverðan verknað Greinargerð lögmanns Sindra er mjög ítarleg og hefst á samantekt á þjóðfélagsumræðu um stöðu kynferðisbrota á Íslandi. Þá eru tekin saman ýmis handahófskennd ummæli úr þjóðfélagsumræðunni um samfarir við börn á aldrinum 15 til 18 ára og meðal annars bent á nýlegt mál þjóðþekkts leikara. Þar að auki rekur Sindri tugi sagna þolenda víðsvegar af samfélagsmiðlum af meintum brotum tónlistarmannsins. Hvað ummælin fimm sem slík varðar, ber Sindri í megindráttum fyrir sig að hann hafi ekki fullyrt að Ingólfur hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hann hafi þar af leiðandi ekki sakað tónlistarmanninn um refsiverðan verknað, og væri því ekki um staðhæfingu um staðreynd að ræða. Ummælin hafi þar að auki verið sett fram í góðri trú um sannleiksgildi frásagnanna. Þá ber Sindri einnig fyrir sig að eins og á stendur í þessu tiltekna máli, vegi tjáningarfrelsið þyngra á metunum en friðhelgi einkalífs tónlistarmannsins, meðal annars með vísan til þjóðfélagsumræðu. Vísir hefur áður greint frá því að Sindri hyggist mæta stefnu Ingólfs af hörku en tónlistarmaðurinn hefur lítið verið í sviðsljósinu síðan ásakanirnar komu fram. Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra verði dæmd dauð og ómerk og vill þar að auki þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá krefst hann þess einnig að Sindra verði gert að birta forsendur og niðurstöðu dóms í málinu á Twitter-síðu sinni og Facebook svæði sínu, ekki síðar en fjórtán dögum frá dómsuppkvaðningu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sex einstaklingar hafa nú fengið kröfubréf frá Ingólfi og verður fyrsta málið, mál Sindra, tekið fyrir þann 18. janúar næstkomandi. „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Lögmaður Ingólfs segir að ummælin séu brot klárt brot á hegningarlögum enda séu þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Í stefnunni segir að Sindri hafi gefið Ingólfi að sök að hafa stundað refsiverða háttsemi; það er að segja, gerst sekur um samræði við börn. Samkvæmt því sé um staðhæfingu um tiltekna staðreynd að ræða, ekki almennan gildisdóm eða beinlínis skoðun. Þá segir að Sindri hafi einnig gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs Ingólfs, meðal annars með því að hafa birt myndband af tónlistarmanninum. Segist ekki hafa sakað Ingó um refsiverðan verknað Greinargerð lögmanns Sindra er mjög ítarleg og hefst á samantekt á þjóðfélagsumræðu um stöðu kynferðisbrota á Íslandi. Þá eru tekin saman ýmis handahófskennd ummæli úr þjóðfélagsumræðunni um samfarir við börn á aldrinum 15 til 18 ára og meðal annars bent á nýlegt mál þjóðþekkts leikara. Þar að auki rekur Sindri tugi sagna þolenda víðsvegar af samfélagsmiðlum af meintum brotum tónlistarmannsins. Hvað ummælin fimm sem slík varðar, ber Sindri í megindráttum fyrir sig að hann hafi ekki fullyrt að Ingólfur hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hann hafi þar af leiðandi ekki sakað tónlistarmanninn um refsiverðan verknað, og væri því ekki um staðhæfingu um staðreynd að ræða. Ummælin hafi þar að auki verið sett fram í góðri trú um sannleiksgildi frásagnanna. Þá ber Sindri einnig fyrir sig að eins og á stendur í þessu tiltekna máli, vegi tjáningarfrelsið þyngra á metunum en friðhelgi einkalífs tónlistarmannsins, meðal annars með vísan til þjóðfélagsumræðu. Vísir hefur áður greint frá því að Sindri hyggist mæta stefnu Ingólfs af hörku en tónlistarmaðurinn hefur lítið verið í sviðsljósinu síðan ásakanirnar komu fram.
„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42
Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47