Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 10:17 Ingólfur Þórarinson hefur nú krafið sex manns um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann á netinu. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. Fyrir hafði Ingólfur sent fimm samskonar bréf, þar sem hann krefur jafnmarga einstaklinga um samtals á annan tug milljóna í miskabætur vegna ummælanna sem lögmaður hans segir ærumeiðandi. Þá eru einstaklingarnir jafnframt krafðir um afsökunarbeiðni. Fréttablaðið greinir frá því í gær að umrætt sjötta kröfubréf sé stílað á Silju Björk Björnsdóttur rithöfund og rekstrarstjóra vegna eftirfarandi ummæla hennar á Twitter frá 14. júlí. „Ókei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga fjárhagslega en....erum við samt ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara??“ Vísir hefur ekki náð tali af Silju Björk í morgun en hún segir við Fréttablaðið að hún hafi ekki séð bréfið. Þá telji hún tístið sett fram á hlutlausan hátt og bendir á að enginn sé þar nefndur á nafn, fyrir utan Harald Þorleifsson frumkvöðul sem boðist hefur til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Þau fimm sem áður höfðu fengið kröfubréf eru Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, og Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV. Mál Ingólfs Þórarinssonar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16. júlí 2021 11:37 „Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15. júlí 2021 15:01 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Fyrir hafði Ingólfur sent fimm samskonar bréf, þar sem hann krefur jafnmarga einstaklinga um samtals á annan tug milljóna í miskabætur vegna ummælanna sem lögmaður hans segir ærumeiðandi. Þá eru einstaklingarnir jafnframt krafðir um afsökunarbeiðni. Fréttablaðið greinir frá því í gær að umrætt sjötta kröfubréf sé stílað á Silju Björk Björnsdóttur rithöfund og rekstrarstjóra vegna eftirfarandi ummæla hennar á Twitter frá 14. júlí. „Ókei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga fjárhagslega en....erum við samt ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara??“ Vísir hefur ekki náð tali af Silju Björk í morgun en hún segir við Fréttablaðið að hún hafi ekki séð bréfið. Þá telji hún tístið sett fram á hlutlausan hátt og bendir á að enginn sé þar nefndur á nafn, fyrir utan Harald Þorleifsson frumkvöðul sem boðist hefur til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Þau fimm sem áður höfðu fengið kröfubréf eru Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, og Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16. júlí 2021 11:37 „Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15. júlí 2021 15:01 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16. júlí 2021 11:37
„Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15. júlí 2021 15:01
Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04