Alríkislögreglan líklega búin að ráða stóra ráðgátu innan bókmenntaheimsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2022 08:12 Margaret Atwood, höfundur Tha Handmaid's Tale, var meðal fórnarlamba svikahrappsins. epa/Facundo Arrizabalaga Það kann að vera að ráðgáta sem hefur plagað bókmenntaheiminn í nokkur ár sé loks leyst en bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa gabbað umboðsmenn og útgáfufyrirtæki til að senda sér handrit að óútgefnum bókum. Hinn 29 ára Filippo Bernardini, ítalskur starfsmaður breska útgáfurisans Simon & Schuster, var handtekinn á John F Kennedy-flugvellinum í New York í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir svik og fyrir auðkennastuld, sem hann er sagður hafa stundað til að afvegaleiða hundruðir einstaklinga og komast yfir óútgefin ritverk og uppköst. Leiða má líkur að því að lögregluyfirvöld gruni að Bernardini sé að baki stórfelldri svikamyllu sem hefur staðið yfir í um fimm ár, þar sem höfundar, umboðsmenn og jafnvel dómarar Booker-verðlaunanna hafa verið gabbaðir til að senda frá sér handrit bóka sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Meðal verkanna eru meðal annars bækur eftir Margaret Atwood, Sally Rooney og leikarinn Ethan Hawke en íslenskir höfundar hafa einnig orðið fyrir barðinu á bókaþjófnum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í október síðastliðnum. Hinn óprúttni eða hinir óprúttnu aðilar bjuggu til fjölda netfanga þar sem búið var að skipta út bókstöfum til að plata viðtakandann, til að mynda að setja r og n til að koma í stað m; @penguinrandornhouse.com. Það sem vekur athygli er að viðkomandi virðist ekki hafa starfrækt svikamylluna til að græða á stuldinum; enginn var krafinn um lausnargjald né var handritunum nokkurn tímann lekið. Vinnuveitandi Bernardini, Simon & Schuster, er ekki nefndur í ákærum og talsmaður fyrirtækisins segir fregnirnar hafa verið verulegt áfall. Það sé forgangsverkefni útgáfunnar að standa vörð um verk höfunda sinna og fyrirtækið sé þakklátt lögreglu fyrir störf sín. The Guardian greindi frá. Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Hinn 29 ára Filippo Bernardini, ítalskur starfsmaður breska útgáfurisans Simon & Schuster, var handtekinn á John F Kennedy-flugvellinum í New York í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir svik og fyrir auðkennastuld, sem hann er sagður hafa stundað til að afvegaleiða hundruðir einstaklinga og komast yfir óútgefin ritverk og uppköst. Leiða má líkur að því að lögregluyfirvöld gruni að Bernardini sé að baki stórfelldri svikamyllu sem hefur staðið yfir í um fimm ár, þar sem höfundar, umboðsmenn og jafnvel dómarar Booker-verðlaunanna hafa verið gabbaðir til að senda frá sér handrit bóka sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Meðal verkanna eru meðal annars bækur eftir Margaret Atwood, Sally Rooney og leikarinn Ethan Hawke en íslenskir höfundar hafa einnig orðið fyrir barðinu á bókaþjófnum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í október síðastliðnum. Hinn óprúttni eða hinir óprúttnu aðilar bjuggu til fjölda netfanga þar sem búið var að skipta út bókstöfum til að plata viðtakandann, til að mynda að setja r og n til að koma í stað m; @penguinrandornhouse.com. Það sem vekur athygli er að viðkomandi virðist ekki hafa starfrækt svikamylluna til að græða á stuldinum; enginn var krafinn um lausnargjald né var handritunum nokkurn tímann lekið. Vinnuveitandi Bernardini, Simon & Schuster, er ekki nefndur í ákærum og talsmaður fyrirtækisins segir fregnirnar hafa verið verulegt áfall. Það sé forgangsverkefni útgáfunnar að standa vörð um verk höfunda sinna og fyrirtækið sé þakklátt lögreglu fyrir störf sín. The Guardian greindi frá.
Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira