„Þetta er mjög öflug lægð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 00:01 Leiðindaveður í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að veðrið fari ört versnandi. Það muni líklega vera nokkuð hvasst þangað til í fyrramálið, en eins og fyrr segir nær lægðin hámarki á miðnætti. Teitur segir að lægðin komi sér ekki á óvart og veðurspár virðast ætla að ganga eftir. Lægðir sem þessar séu algengar á þessum árstíma: Víðtækur stormur og rok og sums staðar enn hvassara. „Þetta er nú svona þrýstingur sem að maður sér nú á Grænlandshafi flesta vetur, 930 hPa, þannig að hún er kannski ekki mjög óvenjuleg. En jú, þetta er mjög öflug lægð og appelsínugul viðvörun en þetta sést svona flesta vetur, þessi þrýstingur. Og það eru nokkrar appelsínugular viðvaranir á hverju ári, þannig að þetta er ekkert óvenjulegt,“ segir hann. Teitur tekur ekki undir nöldur blaðamanns, sem kallaði veðrið haustveður, og væri helst til í snjó og „skíðaveður.“ „Það er yfirleitt mest af óveðrum í janúar og febrúar, byrjar oft seint í desember og verst í janúar og febrúar. Þannig að þetta er akkúrat mesti óróleikatíminn í veðrinu. Svona gerist alltaf með lægðum á veturna, það kemur hlýtt loft með þeim og það sem veldur þessari lægð eru átök milli heimskautalofts og hlýs lofts úr suðri,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur. Þrátt fyrir að lægðin slái veðurfræðinginn ekki út af laginu segir Teitur að rokið geti valdið tjóni í nótt. Það eigi enn eftir að koma í ljós en björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að veðrið fari ört versnandi. Það muni líklega vera nokkuð hvasst þangað til í fyrramálið, en eins og fyrr segir nær lægðin hámarki á miðnætti. Teitur segir að lægðin komi sér ekki á óvart og veðurspár virðast ætla að ganga eftir. Lægðir sem þessar séu algengar á þessum árstíma: Víðtækur stormur og rok og sums staðar enn hvassara. „Þetta er nú svona þrýstingur sem að maður sér nú á Grænlandshafi flesta vetur, 930 hPa, þannig að hún er kannski ekki mjög óvenjuleg. En jú, þetta er mjög öflug lægð og appelsínugul viðvörun en þetta sést svona flesta vetur, þessi þrýstingur. Og það eru nokkrar appelsínugular viðvaranir á hverju ári, þannig að þetta er ekkert óvenjulegt,“ segir hann. Teitur tekur ekki undir nöldur blaðamanns, sem kallaði veðrið haustveður, og væri helst til í snjó og „skíðaveður.“ „Það er yfirleitt mest af óveðrum í janúar og febrúar, byrjar oft seint í desember og verst í janúar og febrúar. Þannig að þetta er akkúrat mesti óróleikatíminn í veðrinu. Svona gerist alltaf með lægðum á veturna, það kemur hlýtt loft með þeim og það sem veldur þessari lægð eru átök milli heimskautalofts og hlýs lofts úr suðri,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur. Þrátt fyrir að lægðin slái veðurfræðinginn ekki út af laginu segir Teitur að rokið geti valdið tjóni í nótt. Það eigi enn eftir að koma í ljós en björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28
Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58
Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13