Kvöldið byrjaði rólega hjá björgunarsveitum en veður fer versnandi.Vísir/Vilhelm
Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu, segir að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og í Vestmannaeyjum vegna foktjóns. Fyrsta útkallið barst rétt eftir klukkan tíu í kvöld en þar var tilkynnt um kofa sem var fauk, ásamt tilheyrandi braki, við eyðibýli á Vatnsleysuströnd.
Þá hafa björgunarsveitir elt ruslatunnur, sem fokið hafa í óveðrinu, lagað grindverk, gætt að þakklæðningum og þakplötum ásamt öðrum lausamunum. Tilkynningar hafa borist um fljúgandi þakplötur víðsvegar á Suðvesturhorni landsins.
Björgunarsveitirnar ítreka að ekkert ferðaveður sé á Suðvesturlandinu en versta veðrið verður líklega í kringum miðnætti og fram eftir nóttu. Veðurviðvaranir Veðurstofunnar eru í gildi til klukkan sex í fyrramálið.
Guðmundur Birkir Agnarsson, skipstjóri og sjómælingamaður hjá Landhelgisgæslunni, vonast til þess að í fyrramálið verði mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni sem nú skellur á suðvesturhornið, í tæka tíð áður en flóðið tekur við af fjörunni.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.