Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2022 20:30 Kamila Walijewska stendur að baki verkefninu. sigurjón ólason Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. Flestir þekkja heimilistækið í fréttinni undir nafninu ísskápur en þessi tiltekni ísskápur heitir frískápur og það er ástæða fyrir því. Jú, það er vegna þess að inni í ísskápnum er iðulega frír matur. Ísskápurinn er hlut af alþjóðlegri hreyfingu þar sem markmiðið er að draga út matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frískápa. Vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato settu upp ísskáp í þessum tilgangi við Bergþórugötu 20 og hafa viðtökurnar verið framar vonum. „Hver sem er getur komið. Hver sem er getur komið með mat sem hann ætlar kannski ekki að nota. Maturinn er heima og það er hægt að koma með hann hingað og ef fólk sér eitthvað gott getur það tekið það heim, þetta eru svona skipti,“ sagði Kamila Walijewska sem stendur að baki verkefninu. Frískápar eru algengir erlendis en þessi hér er fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kamila segir að það standi til að koma fleiri frískápum fyrir á landinu. „Það eru áætlanir um að gera þetta á Selfossi og Akureyri, við erum í sambandi við nokkrar manneskjur en bíðum bara eftir stað.“ Ísskápurinn umtalaði.Facebook Kamila segir erfitt að áætla magnið af mat sem fer í gegnum frískápinn en hann er fylltur og tæmdur daglega. 2.500 meðlimir eru í hópnum Frískápur Reykjavík en þar lætur fólk vita þegar það hefur fyllt á skápinn. Hún segir að matarsóun sé gríðarlegt vandamál hér á landi. „Ég heimsótti vinkonu mína á Akureyri fyrir um þrem árum. Í þessari ferð sagði hún mér hve miklum mat væri hent og ég fór næstum að gráta. Ég fékk tár í augun og fannst ég verða að gera eitthvað í þessu. Nú er ísskápurinn kominn og þetta fer vaxandi og við getum gert miklu meira saman.“ Umhverfismál Matur Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Flestir þekkja heimilistækið í fréttinni undir nafninu ísskápur en þessi tiltekni ísskápur heitir frískápur og það er ástæða fyrir því. Jú, það er vegna þess að inni í ísskápnum er iðulega frír matur. Ísskápurinn er hlut af alþjóðlegri hreyfingu þar sem markmiðið er að draga út matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frískápa. Vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato settu upp ísskáp í þessum tilgangi við Bergþórugötu 20 og hafa viðtökurnar verið framar vonum. „Hver sem er getur komið. Hver sem er getur komið með mat sem hann ætlar kannski ekki að nota. Maturinn er heima og það er hægt að koma með hann hingað og ef fólk sér eitthvað gott getur það tekið það heim, þetta eru svona skipti,“ sagði Kamila Walijewska sem stendur að baki verkefninu. Frískápar eru algengir erlendis en þessi hér er fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kamila segir að það standi til að koma fleiri frískápum fyrir á landinu. „Það eru áætlanir um að gera þetta á Selfossi og Akureyri, við erum í sambandi við nokkrar manneskjur en bíðum bara eftir stað.“ Ísskápurinn umtalaði.Facebook Kamila segir erfitt að áætla magnið af mat sem fer í gegnum frískápinn en hann er fylltur og tæmdur daglega. 2.500 meðlimir eru í hópnum Frískápur Reykjavík en þar lætur fólk vita þegar það hefur fyllt á skápinn. Hún segir að matarsóun sé gríðarlegt vandamál hér á landi. „Ég heimsótti vinkonu mína á Akureyri fyrir um þrem árum. Í þessari ferð sagði hún mér hve miklum mat væri hent og ég fór næstum að gráta. Ég fékk tár í augun og fannst ég verða að gera eitthvað í þessu. Nú er ísskápurinn kominn og þetta fer vaxandi og við getum gert miklu meira saman.“
Umhverfismál Matur Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira