Fótbolti

Jón Daði og átta úr Víkingi og Breiðabliki í landsliðshópnum sem fer til Tyrklands

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Þór Viðarsson er á leið með íslenska liðið til Tyrklands.
Arnar Þór Viðarsson er á leið með íslenska liðið til Tyrklands. EPA-EFE/Robert Ghement

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur valið 23 leikmenn í fyrstu tvo landsleiki ársins sem fram fara í Tyrklandi í næstu viku.

Ísland mætir Úganda 12. janúar og Suður-Kóreu 15. janúar í vináttulandsleikjum en um er að ræða fyrstu leiki Íslands við þessa andstæðinga.

Þar sem að ekki er um opinberan landsleikjaglugga að ræða hefur Arnar nær eingöngu leikmenn frá Norðurlöndum til taks.

Undantekningarnar eru Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason. Jón Daði hefur ekkert spilað með liði sínu Millwall undanfarna mánuði og frí er í bandarísku MLS-deildinni þar sem Arnór spilar.

Átta leikmenn í hópnum spila með íslenskum félagsliðum, fjórir með Íslandsmeisturum Víkings og fjórir með silfurliði Breiðabliks.

Leikmannahópurinn:

 • Ingvar Jónsson - Víkingur R. - 8 leikir
 • Patrik Sigurður Gunnarsson - Brentford
 • Hákon Rafn Valdimarsson - IF Elfsborg

 • Finnur Tómas Pálmason - IFK Norrköping
 • Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg fB - 1 leikur
 • Damir Muminovic - Breiðablik
 • Ari Leifsson - Stromsgodset IF - 1 leikur
 • Atli Barkarson - Víkingur R.
 • Guðmundur Þórarinsson - Án félags - 12 leikir
 • Valgeir Lunddal Friðriksson - Häcken - 1 leikur
 • Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 7 leikir

 • Viktor Karl Einarsson - Breiðablik
 • Valdimar Þór Ingimundarson - Stromsgodset IF
 • Kristall Máni Ingason - Víkingur R.
 • Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 7 leikir, 1 mark
 • Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R.
 • Alex Þór Hauksson - Östers IF - 3 leikir
 • Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 1 leikur
 • Arnór Ingvi Traustason - New England Revolution - 41 leikur, 5 mörk
 • Gísli Eyjólfsson - Breiðablik - 2 leikir
 • Viðar Ari Jónsson - Sandefjord - 5 leikir

 • Jón Daði Böðvarsson - Millwall - 60 leikir, 3 mörk
 • Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 8 leikir
 • Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristiansund BKFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.