Félag Aron Einars kærði mótherjana eftir að leikmaður mætti til leiks „með Covid“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 09:00 Aron Einar Gunnarsson í leik með Al Arabi í katörsku deildinni. Getty/Simon Holmes Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi töpuðu á heimavelli í katörsku Stjörnudeildinni í gær en það eru ekki það síðasta sem við heyrum af þeim leik. Al Wakrah vann leikinn 2-1 en virðist hafa notað ólöglegan leikmann. Leikmaðurinn var vissulega með leikheimild og ekki í leikbanni en hann var nýlega búinn að greinast með kórónuveiruna. Al Arabi greindi frá því á síðum sínum í gærkvöldi að félagið hafi nú sent formlega kvörtun til katarska knattspyrnusambandsins vegna viðkomandi leikmanns. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi á öðrum degi jóla, 26. desember síðastliðinn. Lögin segja að hann eigi að vera í tíu daga einangrun eftir greiningu en það kemur fram í reglum heilbrigðisyfirvalda í Katar. Það voru ekki liðnir tíu dagar frá smiti þegar leikurinn fór fram í gærdag að íslenskum tíma og leikmaðurinn því enn með veiruna samkvæmt öllum viðmiðum. Ekki kemur fram í færslunni hjá Al Arabi hvort leikmaðurinn hafi farið í kórónuveirupróf á leikdegi aðeins að hann hafi tekið þátt í leiknum. Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi og spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Al Wakrah komst í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum og staðan var enn 2-0 þegar Aron yfirgaf völlinn. Eftir sigurinn er Al Wakrah aðeins einu stigi á eftir Al Arabi í fjórða og fimmta sæti Stjörnudeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Fótbolti Katar Katarski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira
Al Wakrah vann leikinn 2-1 en virðist hafa notað ólöglegan leikmann. Leikmaðurinn var vissulega með leikheimild og ekki í leikbanni en hann var nýlega búinn að greinast með kórónuveiruna. Al Arabi greindi frá því á síðum sínum í gærkvöldi að félagið hafi nú sent formlega kvörtun til katarska knattspyrnusambandsins vegna viðkomandi leikmanns. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi á öðrum degi jóla, 26. desember síðastliðinn. Lögin segja að hann eigi að vera í tíu daga einangrun eftir greiningu en það kemur fram í reglum heilbrigðisyfirvalda í Katar. Það voru ekki liðnir tíu dagar frá smiti þegar leikurinn fór fram í gærdag að íslenskum tíma og leikmaðurinn því enn með veiruna samkvæmt öllum viðmiðum. Ekki kemur fram í færslunni hjá Al Arabi hvort leikmaðurinn hafi farið í kórónuveirupróf á leikdegi aðeins að hann hafi tekið þátt í leiknum. Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi og spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Al Wakrah komst í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum og staðan var enn 2-0 þegar Aron yfirgaf völlinn. Eftir sigurinn er Al Wakrah aðeins einu stigi á eftir Al Arabi í fjórða og fimmta sæti Stjörnudeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club)
Fótbolti Katar Katarski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira