Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 19:47 Vindmyllan féll með braki og brestum. Vísir Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Landhelgisgæslan Rangárþing ytra Slökkvilið Lögreglumál Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05