Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 19:47 Vindmyllan féll með braki og brestum. Vísir Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Landhelgisgæslan Rangárþing ytra Slökkvilið Lögreglumál Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?