Keppinautur Elíasar segist ekki ætla aftur til Midtjylland og heldur áfram að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 12:01 Jonas Lössl virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. epa/Bo Amstrup Danski markvörðurinn Jonas Lössl segist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. Ristjóri bold.dk skilur ekki hvað honum gengur til með ummælum sínum. Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira