Keppinautur Elíasar segist ekki ætla aftur til Midtjylland og heldur áfram að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 12:01 Jonas Lössl virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. epa/Bo Amstrup Danski markvörðurinn Jonas Lössl segist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. Ristjóri bold.dk skilur ekki hvað honum gengur til með ummælum sínum. Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira