Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið var að láta bústaðinn brenna til grunna en reyna að vernda gróðurinn í kring. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. „Þetta er auðvitað grunur sem kemur upp hjá mönnum þegar þetta er annað skiptið sem svona gerist á stuttum tíma í bústöðum, sem eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola fyrir viku síðan, 28. desember, og var hann alelda þegar slökkvilið bar að garði. Bústaðurinn hafði verið mannlaus í mörg ár og segir Sigurjón að rafmagn hafi ekki einu sinni verið á honum þegar hann brann. Því séu talsverðar líkur á að eldur hafi verið borinn að honum. Óvíst er hvort rafmagn hafi verið á þeim sem brann í morgun en hann var ekki í notkun. Slökkviliðið birti í morgun myndband af bústaðnum í ljósum logum en tilkynning um brunann barst til slökkviliðs um klukkan fimm í morgun. Þegar á staðinn var komið stóð bústaðurinn í ljósum logum og ákvörðun var tekin um að leyfa honum bara að brenna. „Ég er ennþá með dælubíl á staðnum og það eru glæður í þessu ennþá sem við leyfum að brenna og erum að fylgjast með. Við reiknum með að vera þarna í kannski klukkutíma í viðbót,“ segir Sigurjón. „Það er mikill gróður þarna í kring og mikið af háum trjám og mjög þurrt í frostinu. Við vildum ekki fara að fá gróðurelda inn í þetta líka,“ segir hann. Hann segir ástæðu þess að ákveðið hafi verið að leyfa bústaðnum að brenna í morgun þá að hann sé á vatnsverndarsvæði og meiri skaði hefði hlotist af því að fara að slökkva eldinn en að leyfa honum að brenna. „Þegar við komum á staðinn er bústaðurinn alelda og þegar þetta er svona nálægt vatnsverndarsvæði og við sjáum ekki fram á að bjarga neinu ákveðum við að leyfa þessu að brenna niður svo við séum ekki að sprauta vatni og fá sót og drullu í vatnsbyrgðir borgarinnar. Þannig að það hlaust minni mengun af því að leyfa þessu að brenna en að fara að sprauta á þetta.“ Rannsóknin á brunanum verður færð á borð lögreglu en Sigurjón telur þó erfitt að komast að því hvað hafi raunverulega gerst, þar sem lítið sé eftir af bústaðnum. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
„Þetta er auðvitað grunur sem kemur upp hjá mönnum þegar þetta er annað skiptið sem svona gerist á stuttum tíma í bústöðum, sem eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola fyrir viku síðan, 28. desember, og var hann alelda þegar slökkvilið bar að garði. Bústaðurinn hafði verið mannlaus í mörg ár og segir Sigurjón að rafmagn hafi ekki einu sinni verið á honum þegar hann brann. Því séu talsverðar líkur á að eldur hafi verið borinn að honum. Óvíst er hvort rafmagn hafi verið á þeim sem brann í morgun en hann var ekki í notkun. Slökkviliðið birti í morgun myndband af bústaðnum í ljósum logum en tilkynning um brunann barst til slökkviliðs um klukkan fimm í morgun. Þegar á staðinn var komið stóð bústaðurinn í ljósum logum og ákvörðun var tekin um að leyfa honum bara að brenna. „Ég er ennþá með dælubíl á staðnum og það eru glæður í þessu ennþá sem við leyfum að brenna og erum að fylgjast með. Við reiknum með að vera þarna í kannski klukkutíma í viðbót,“ segir Sigurjón. „Það er mikill gróður þarna í kring og mikið af háum trjám og mjög þurrt í frostinu. Við vildum ekki fara að fá gróðurelda inn í þetta líka,“ segir hann. Hann segir ástæðu þess að ákveðið hafi verið að leyfa bústaðnum að brenna í morgun þá að hann sé á vatnsverndarsvæði og meiri skaði hefði hlotist af því að fara að slökkva eldinn en að leyfa honum að brenna. „Þegar við komum á staðinn er bústaðurinn alelda og þegar þetta er svona nálægt vatnsverndarsvæði og við sjáum ekki fram á að bjarga neinu ákveðum við að leyfa þessu að brenna niður svo við séum ekki að sprauta vatni og fá sót og drullu í vatnsbyrgðir borgarinnar. Þannig að það hlaust minni mengun af því að leyfa þessu að brenna en að fara að sprauta á þetta.“ Rannsóknin á brunanum verður færð á borð lögreglu en Sigurjón telur þó erfitt að komast að því hvað hafi raunverulega gerst, þar sem lítið sé eftir af bústaðnum.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58
Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18