Segir að Christian Eriksen fari að æfa með liði í þessum mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2022 10:31 Christian Eriksen í leiknum fræga á móti Finnlandi á EM síðasta sumar. Getty/Lars Ronbog Umboðsmaður danska knattspyrnumannsins Christian Eriksen hefur mjög góðar fréttir að færa að skjólstæðingi sínum en allt hefur gengið mjög vel hjá kappanum í endurhæfingu hans að undanförnu. Eriksen hefur ekkert spilað síðan hann hjartað hans hætti að slá í miðjum leik Dana á Evrópumótinu í sumar en sem betur fer tókst að lífga hann við á grasinu og koma honum síðan í öruggar hendur á sjúkrahúsi. EXCLUSIVE: Premier League clubs eyeing SHOCK swoop for Christian Eriksen this monthhttps://t.co/IJ8C13NB4z— MailOnline Sport (@MailSport) January 4, 2022 Eriksen fékk gangráð græddan í sig í framhaldinu en það varð til þess að hann mátti ekki spila áfram með Internazionale á Ítalíu. Leikmenn mega ekki spila í Seríu A með slíkt. Samningi hans og ítalska stórliðsins var því rift í desember og síðan hefur danski landsliðsmiðjumaðurinn verið án félags. Eriksen sjálfur er ekki búinn að gefa upp vonina að spila alvöru fótbolta á ný. Hann æfði einn hjá OB í Danmörku en núna vonast hann til að finna sér nýtt félag í janúarglugganum. „Það gengur allt mjög vel hjá Christian. Hann fór í gegnum öll próf rétt fyrir jólin og niðurstöður þeirra rannsókna voru það góðar að við búumst við því að hann taki þátt í æfingum hjá liði seinna í janúarmánuði,“ sagði Martin Schoots, umboðsmaður Christian Eriksen, við Daily Mail. Umboðsmaðurinn vildi samt ekki gefa neitt meira upp um næstu skref leikmannsins. „Ég kýs það frekar að Christian sjálfur segi frás því og hann mun líka gera það fljótlega,“ sagði Schoots. Það er samt þegar farið að orða hann við lið í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Eriksen hefur ekkert spilað síðan hann hjartað hans hætti að slá í miðjum leik Dana á Evrópumótinu í sumar en sem betur fer tókst að lífga hann við á grasinu og koma honum síðan í öruggar hendur á sjúkrahúsi. EXCLUSIVE: Premier League clubs eyeing SHOCK swoop for Christian Eriksen this monthhttps://t.co/IJ8C13NB4z— MailOnline Sport (@MailSport) January 4, 2022 Eriksen fékk gangráð græddan í sig í framhaldinu en það varð til þess að hann mátti ekki spila áfram með Internazionale á Ítalíu. Leikmenn mega ekki spila í Seríu A með slíkt. Samningi hans og ítalska stórliðsins var því rift í desember og síðan hefur danski landsliðsmiðjumaðurinn verið án félags. Eriksen sjálfur er ekki búinn að gefa upp vonina að spila alvöru fótbolta á ný. Hann æfði einn hjá OB í Danmörku en núna vonast hann til að finna sér nýtt félag í janúarglugganum. „Það gengur allt mjög vel hjá Christian. Hann fór í gegnum öll próf rétt fyrir jólin og niðurstöður þeirra rannsókna voru það góðar að við búumst við því að hann taki þátt í æfingum hjá liði seinna í janúarmánuði,“ sagði Martin Schoots, umboðsmaður Christian Eriksen, við Daily Mail. Umboðsmaðurinn vildi samt ekki gefa neitt meira upp um næstu skref leikmannsins. „Ég kýs það frekar að Christian sjálfur segi frás því og hann mun líka gera það fljótlega,“ sagði Schoots. Það er samt þegar farið að orða hann við lið í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira