Láta ekki líflátshótanir stoppa sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 23:30 Franska þingið. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Franskir stjórnarþingmenn segja að líflátshótanir sem þeir hafi fengið muni ekki stöðva áform um að framvísa þurfi bólusetningavottorði til að komast um borð í lestir eða inn á veitingastaði. Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs. Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs.
Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49
Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23