Innlent

Sérsveitin handtók mann sem grunaður er um að hafa skotið á hús í Kórahverfi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ítrekað hefur verið skotið á hús í Kópavogi.
Ítrekað hefur verið skotið á hús í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa skotið á glugga nokkurra íbúðarhúsa í Kórahverfi í Kópavogi og eitt hús í Hafnarfirði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi aðstoðað við handtökuna. 

Greint var frá því í gær að ítrekað hafi verið skotið á íbúðarhús í Kórahverfi að undanförnu, en að minnsta kosti sjö skotárásir eru til rannsóknar. Síðast var skotið á hús við Baugakór á nýársmorgun á meðan íbúar voru heima. 

Lögregla segist í tilkynningunni ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu. 


Tengdar fréttir

Skotið á íbúð í Kórahverfi á nýársmorgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar skotárás sem gerð var á íbúð í Kórahverfi í gærmorgun. Um er að ræða sjöundu skotárásina á heimili í hverfinu frá því í byrjun desember. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.