Ættum að draga okkur inn í skel til að halda atvinnulífinu gangandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. janúar 2022 12:41 Víðir Reynisson er áhyggjufullur yfir stöðunni. Vísir/Arnar Allar hugmyndir um að veita atvinnurekendum vald til að kalla fólk í sóttkví í vinnu hafa verið slegnar út af borðinu. Almannavarnir reyna nú að finna nýjar lausnir til að geta haldið atvinnulífinu á floti næstu vikur á meðan metfjöldi Íslendinga er í einangrun og sóttkví. Almannavarnir kynntu hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á vinnusóttkví á gamlársdag sem fól í sér að atvinnurekendur gætu sjálfir ákveðið hvort launafólk í sóttkví ætti að sækja vinnu í svokallaðri vinnusóttkví. Þetta var þó dregið til baka eftir hávær mótmæli verkalýðshreyfingarinnar. „Nei, ég lít svo á að þessar hugmyndir sem voru kynntar okkur á morgni gamlársdags séu algjörlega út af borðinu og það eru ekki viðræður um að endurvekja þær,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Því verður fyrirkomulag vinnusóttkvíar óbreytt; það er að segja að atvinnurekendur með mikilvæga starfsemi sækja um það hjá almannavörnum að starfsmenn þeirra fái að fara í vinnusóttkví. Hingað til hefur aðeins mjög mikilvæg starfsemi fengið slíka undanþágu frá venjulegri sóttkví en til skoðunar er að leyfa fleiri fyrirtækjum að fara þessa leið. „Þetta snýst um það hvaða fyrirtæki það eru sem að uppfylla þau skilyrði núna fyrir að fá vinnusóttkvína, hvort að þau séu eitthvað að breytast eða ekki. Þetta hefur verið mjög þröngt túlkað hingað til,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Janúar verður mjög erfiður Mannekla hjá almannavörnum er slík að þeim hefur gengið illa að sinna öllum beiðnum atvinnurekenda um að fá að kalla inn starfsfólk í vinnusóttkví. Það var ein helsta ástæða þess að fyrri leið um að færa þetta vald í hendur atvinnurekenda átti að vera farin. Nú er verið að reyna að fá inn fólk til almannavarna til að sinna þessum beiðnum og er vonast til að það verði hægt að leysa vandann hratt á næstu dögum. Hann hefur miklar áhyggjur af atvinnulífinu og samfélaginu öllu næstu vikurnar sem gæti verið í þann mund að staðna. Eins og er eru 14 þúsund manns í sóttkví eða einangrun. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif og ég held að það sé alveg ljóst að janúar verður bara mjög erfiður í samfélaginu bara vegna fjölda smita. Það er alveg ljóst. Það eina sem við getum öll reynt að gera er að draga okkur inn í skel og hafa samskipti við sem fæst, það minnkar líkurnar á að við smitumst. Og að menn einbeiti sér bara að því að gera það sem er algjörlega nauðsynlegt og annað ekki. Ég held að það sé bara staðan sem við erum í,“ segir Víðir og bendir á lönd í kring um okkur sem eru komin nokkrum vikum á undan okkur í ferlinu. Þar sé staðan orðin gríðarlega alvarleg vegna fjölda fólks í einangrun. Almannavarnir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Almannavarnir kynntu hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á vinnusóttkví á gamlársdag sem fól í sér að atvinnurekendur gætu sjálfir ákveðið hvort launafólk í sóttkví ætti að sækja vinnu í svokallaðri vinnusóttkví. Þetta var þó dregið til baka eftir hávær mótmæli verkalýðshreyfingarinnar. „Nei, ég lít svo á að þessar hugmyndir sem voru kynntar okkur á morgni gamlársdags séu algjörlega út af borðinu og það eru ekki viðræður um að endurvekja þær,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Því verður fyrirkomulag vinnusóttkvíar óbreytt; það er að segja að atvinnurekendur með mikilvæga starfsemi sækja um það hjá almannavörnum að starfsmenn þeirra fái að fara í vinnusóttkví. Hingað til hefur aðeins mjög mikilvæg starfsemi fengið slíka undanþágu frá venjulegri sóttkví en til skoðunar er að leyfa fleiri fyrirtækjum að fara þessa leið. „Þetta snýst um það hvaða fyrirtæki það eru sem að uppfylla þau skilyrði núna fyrir að fá vinnusóttkvína, hvort að þau séu eitthvað að breytast eða ekki. Þetta hefur verið mjög þröngt túlkað hingað til,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Janúar verður mjög erfiður Mannekla hjá almannavörnum er slík að þeim hefur gengið illa að sinna öllum beiðnum atvinnurekenda um að fá að kalla inn starfsfólk í vinnusóttkví. Það var ein helsta ástæða þess að fyrri leið um að færa þetta vald í hendur atvinnurekenda átti að vera farin. Nú er verið að reyna að fá inn fólk til almannavarna til að sinna þessum beiðnum og er vonast til að það verði hægt að leysa vandann hratt á næstu dögum. Hann hefur miklar áhyggjur af atvinnulífinu og samfélaginu öllu næstu vikurnar sem gæti verið í þann mund að staðna. Eins og er eru 14 þúsund manns í sóttkví eða einangrun. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif og ég held að það sé alveg ljóst að janúar verður bara mjög erfiður í samfélaginu bara vegna fjölda smita. Það er alveg ljóst. Það eina sem við getum öll reynt að gera er að draga okkur inn í skel og hafa samskipti við sem fæst, það minnkar líkurnar á að við smitumst. Og að menn einbeiti sér bara að því að gera það sem er algjörlega nauðsynlegt og annað ekki. Ég held að það sé bara staðan sem við erum í,“ segir Víðir og bendir á lönd í kring um okkur sem eru komin nokkrum vikum á undan okkur í ferlinu. Þar sé staðan orðin gríðarlega alvarleg vegna fjölda fólks í einangrun.
Almannavarnir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira