Fótbolti

Guardiola: Arsenal voru betri

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Pep Guardiola í leiknum í dag
Pep Guardiola í leiknum í dag EPA-EFE/NEIL HALL

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var mjög sáttur við sigur sinna manna á móti Arsenal í dag. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn.

Manchester City hefur spilað liða best í gegnum nýjustu bylgu Covid-19 smita. Liðið hefur unnið ellefu leiki í röð í deildinni og virðist fátt geta stoppað liðið á leið sinni að englandsmeistaratitlinum en City hefur núna ellefu stiga forskot á Chelsea í öðru sæti.

Guardiola var spurður út í leik dagsins á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Þeir voru betri, þeir byrjuðu tímabilið mjög illa og voru á botninum en núna eru þeir í einu af efstu fjórum sætunum og höfðu sex eða sjö daga frá leiknum við Norwich til að undirbúa sig. Við höfðum bara tvo daga og vorum orkulausir. Þess vegna bættum við við manni á miðjuna til þess að reyna að ná stjórn á leiknum og eiga fleiri sendingar“, sagði spánverjinn.

Guardiola var einnig spurður út í vítið sem hans menn fengu sem og vítið sem Arsenal fékk ekki og hlutverk VAR í þeirri atburðarás.

„Ég sá ekki vítið sem þeir hefðu átt að fá en vítið sem Bernardo fékk var sýnt á skjánum og það var víti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×