Innlent

Búist við víð­tækum lokunum á þjóð­vegum: Holta­vörðu­heiði lokað

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hér má sjá færð á vegum landsins.
Hér má sjá færð á vegum landsins. Vegagerðin

Búist er við lokunum víða á þjóðvegum landsins vegna slæmrar færðar í dag, en Holtavörðuheiði hefur meðal annars verið lokað. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og appelsínugul viðvörun er á Suðausturlandi vegna veðurs.

Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á slæmri veðurspá í dag en vetrarfærð er víða um landið með hálku og hálkublettum. Þá má reikna með vindhviðum yfir 45 metrum á sekúndu á Suðausturlandi og hviður geta orðið öflugar víða annars staðar. Fólk er hvatt til að geyma ferðalög þar til á morgun.

Þá hefur Holtavörðuheiðinni verið lokað.

Lokað er á þjóðvegi 1 milli Kirkjubæjarklausturs að Jökulsárlóni.

Vegagerðin hefur einnig lokað Öxnadalsheiðinni.


Tengdar fréttir

Varað við hættu á gróður­eldum: Vonsku­veður á ný­árs­dag

Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.