Fótbolti

Frá Breiðablik til Benfica

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heiðdís Lillýardóttir

Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýardóttir er gengin til liðs við portúgalska stórveldið Benfica.

Heiðdís, sem er 26 ára gömul, hefur verið í lykilhlutverki í varnarleik Breiðabliks undanfarin fimm ár.

Um er að ræða lánssamning en Benfica hefur kost á að ganga frá kaupum á Heiðdísi þegar lánssamningurinn klárast.

Heiðdís hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands en hún hóf sinn knattspyrnuferil hjá Hetti á Egilsstöðum.

Benfica er eitt stærsta íþróttafélag Portúgals og hefur á undanförnum árum sett aukinn kraft í kvennafótboltann. Það hefur strax skilað árangri og eru Benfica ríkjandi meistarar í Portúgal.

Lykilleikmaður í uppgangi félagsins undanfarin tvö ár er Cloe Lacasse sem lék með ÍBV hér á landi áður en hún gekk í raðir Benfica þar sem hún hefur raðað inn mörkum og verið markahæsti leikmaður portúgölsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×